A byrja  tvttum bata

A byrja tvttum bata

A byrja  tvttum bata
 
Leið DRA að tvíþættum bata byggir á nokkrum einföldum hugmyndum og sporum. Þetta eru tillögur að leið til bata frekar en reglur. Þær hvetja okkur til að finna okkar eigin persónulega bata, þann sem skiptir mestu máli. Þeim er ætlað að styðja þau okkar sem vilja færa andlega vídd í tvíþættan bata okkar. Unnið er eftir DRA framkvæmdaáætluninni einn dag í einu. Hér eru tillögurnar að tvíþættum bata:
  • dag verð ég laus við áfengi og aðra vímugjafa
  • dag fylgi ég heilbrigðri áætlun um stjórnun tilfinningalegs eða geðræns sjúkdóms míns.
  • dag iðka ég tólf reynsluspor.

Tólf reynsluspor Dual Recovery Anonymus*

1 Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart tvíþættri truflun okkar, efnafíkn og tilfinningalegum eða geðrænum sjúkdómi okkar, og að líf okkar væri orðið óviðráðanlegt.
2 Við fórum að trúa að æðri máttur, samkvæmt skilningi okkar á honum, gæti gert okkur heilbrigð að nýju.
3 Við tókum þá ákvörðun að láta líf okkar og vilja í umsjá æðri máttar svo að hann gæti hjálpað okkur að endurreisa líf okkar með jákvæðum og umhyggjusömum hætti.
4 Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reiknisskil í lífi okkar.
5 Við viðurkenndum fyrir æðri mætti, sjálfum okkur og annarri manneskju nákvæmt eðli galla okkar og kosta.
6 Við vorum algerlega fús til að láta æðri mátt fjarlægja alla galla okkar.
7 Við báðum æðri mátt okkar í auðmýkt að fjarlægja þessa galla og að hjálpa okkur að styrkja kostina til að ná bata.
8 Við gerðum skrá yfir alla þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta þeim öllum skaðann.
9 Við bættum skaðann milliliðalaust þar sem hægt var svo framarlega sem það skaðaði engan.
10 Við héldum áfram að gera siðferðileg reiknisskil og þegar við höfðum rangt fyrir okkur viðurkenndum við það tafarlaust jafnframt því sem við héldum áfram að viðurkenna framfarir okkar í tvíþættum bata.
11 Við leituðumst við með bæn og íhugun að styrkja vitundarsamband okkar við æðri mátt og báðum aðeins um vitneskju um vilja æðri máttar okkur til handa og hvernig skyldi framkvæma hann.
12 Þar sem afleiðing þessara reynsluspora var andleg vakning, reyndum við að bera þennan boðskap til annarra sem þjást af tvíþættri truflun og fylgja þessum meginreglum í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur.


* Unnin út frá tólf reynslusporum Alcoholics Anonymus®. Tólf reynsluspor AA eru endurprentuð og aðlöguð með leyfi Alcohloics Anonymus Inc. Leyfi til að endurprenta og aðlaga tólf reynsluspor segir ekki að AA hafi skoðað eða samþykkt þessa útgáfu, né heldur að AA sé sammála skoðunum sem koma fram hér. AA framkvæmdaáætlunin vinnur aðeins að bata úr alkahólisma, - Notkun tólf reynsluspora í tengslum við aðrar áætlanir og starfsemi sem sniðin er eftir AA en fást við önnur vandamál gefur ekkert annað til kynna.

Copyright Dual Recovery Anonymous World Services Inc.  P.O. Box 8107, Prairie Village, Kansas, USA 66208